Orri Steinn Óskarsson sá um að gulltryggja spænska liðinu Real Sociedad sæti í umspili Evrópudeildar karla í fótbolta í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörkin í heimasigri liðsins gegn PAOK frá Grikklandi, 2:0.
Orri skoraði bæði mörkin með skalla eftir fyrirgjafir frá hægri, á 44. og 48. mínútu leiksins, og engu munaði að hann fullkomnaði þrennuna þegar hann skallaði í þverslá af örstuttu færi skömmu síðar.
Midtjylland eða AZ
Real Sociedad endar í 13. sæti og mætir annaðhvort Midtjylland frá Danmörku eða AZ Alkmaar frá Hollandi í umspilinu. Komist liðið í gegnum þá hindrun er ljóst að Orri og félagar mæta annaðhvort Manchester United eða Tottenham í sextán liða úrslitum.
Elías Rafn Ólafsson
...