Endurkoma Bandaríska leikkonan Cameron Diaz er snúin aftur eftir um tíu ára hlé frá kvikmyndaleik. Hún virðist þó ekki hafa hitt á rétta verkefnið en nýja myndin hennar, Back in Action, hefur verið að fá hraksmánarlega dóma. Þannig kallar gagnrýnandi breska blaðsins Independent hana „dauðhreinsaða“ og „hræðilega sálarlausa“ og að mögulega sé hér um nýjan lágpunkt að ræða þegar kemur að sköpun í Hollywood. Treysti fólk sér til þá má finna Back in Action á streymisveitunni Netflix en Jamie Foxx er einnig í burðarhlutverki í myndinni. Við erum að tala um spennu- og hasarmynd, þar sem gamlir njósnarar þurfa að taka fram skóna á ný.