Eyþór Franzson Wechner
Eyþór Franzson Wechner

Eyþór Franzson Wechner, organisti í Blönduóskirkju, flytur verk eftir Bach, Vierne og Franck á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á hádegistónleikum sem hefjast klukkan 12 í dag, laugardaginn 1. febrúar. Segir í tilkynningu að Eyþór hafi fæðst á Akranesi og hafið orgelnám 14 ára. Þá lauk hann Bachelor of Arts-gráðu í orgelleik árið 2012 frá Hochschule für Musik und Theater Leipzig og Master of Arts-gráðu árið 2014 frá sama skóla.