Ástríður J. Ólafsdóttir opnar sýninguna Shades of Blue í Port9 í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 17-20. Í tilkynningu segir að Ástríður hafi alist upp á Ítalíu og menntað sig þar í myndlist en verið búsett á Íslandi síðustu ár og haldið hér fjölda sýninga
Ástríður J. Ólafsdóttir
Ástríður J. Ólafsdóttir

Ástríður J. Ólafsdóttir opnar sýninguna Shades of Blue í Port9 í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 17-20. Í tilkynningu segir að Ástríður hafi alist upp á Ítalíu og menntað sig þar í myndlist en verið búsett á Íslandi síðustu ár og haldið hér fjölda sýninga. Á þessari sýningu, sem standi til 23. febrúar, verði blái liturinn í forgrunni. „Blái liturinn fangar breiðan tilfinningaskala og hefur í gegnum tíðina staðið fyrir traust, vernd, einmanaleika og sjálfsskoðun. Hann er talinn róa hugann og sefa sálarlífið en í of miklu magni getur hann framkallað hljóðláta einangrun.“