Hili birti tilkynningu í vikunni þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með viðtökur landsmanna við framboði þeirra á nokkurs konar lánsfé fyrir fasteignaeigendur. Hili er norskt fyrirtæki sem gengur út á sjóðahugmynd sem býður upp á þá nýjung að…
Fasteignir Hili veitir fasteignaeigendum nýja möguleika við nýtingu fjármuna sem annars eru bundnir í fasteignum. Eykur þannig sveigjanleika.
Fasteignir Hili veitir fasteignaeigendum nýja möguleika við nýtingu fjármuna sem annars eru bundnir í fasteignum. Eykur þannig sveigjanleika. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Matthías Johannessen

mj@mbl.is

Hili birti tilkynningu í vikunni þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með viðtökur landsmanna við framboði þeirra á nokkurs konar lánsfé fyrir fasteignaeigendur.

Hili er norskt fyrirtæki sem gengur út á sjóðahugmynd sem býður upp á þá nýjung að sjóðurinn fjárfesti í íbúðarhúsnæði gegn ákveðinni þóknun eða leigu. Bæði virkar sjóðurinn fyrir fasteignaeigendur sem og fjárfesta sem hafa áhuga á að leggja fé í íbúðarhúsnæði.

Ísland er fyrsta landið utan Noregs sem Hili fer inn á en markmið þeirra er að fara inn á fleiri lönd Skandinavíu.

Hili kemur þannig til móts við fasteignaeigendur sem eiga verðmæti í fasteignum sínum og veitir þeim þannig aukið fjárhagslegt svigrúm. Hækkun fasteignaverðs síðustu

...