Eitthvað fannst mér skorta á að forsetinn nýi meðtæki þennan boðskap til fulls ef marka má ræðu hans.
Donald Trump settur í embætti á dögunum sem 47. forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump settur í embætti á dögunum sem 47. forseti Bandaríkjanna. — AFP/Chip Somodevilla

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Á dögunum fylgdist ég með innsetningu Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Athöfnin tók sinn tíma en var lærdómsrík því ræðurnar og seremóníurnar veittu innsýn í sálarlíf bandarískra stjórnmála; þarna birtist blanda af hefðum og framtíðarsýn verðandi forseta.

Mikil áhersla var lögð á stjórnarskrána og frelsi eða frjálsræði – liberty – og svo einnig á guðstrú. Það var hin kristna trú – sennilega sem pars pro toto – hluti fyrir heild. Samnefnarinn þá hinn göfugi þráður í siðaboðskap allra tíma: Gerið öðrum það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður. Eflaust var það ætlan prestanna sem þarna komu fram að höfða til þess sem háleitast er; biðja almættið um styrk handhöfum

...