Grípandi gúmmelaði sem gæti bara verið eftir Nýdönsk. Svo skrítið lag í raun. Dempað, gotabundið vers og svo stóreflis viðlag.
Strákarnir Nýdönsk stillir sér upp við Real World-hljóðverið.
Strákarnir Nýdönsk stillir sér upp við Real World-hljóðverið. — Ljósmynd/Simon Whitehead

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Nýtt ár, ný plata með Nýdönsk! Ég skal segja ykkur það. Og upptökur í einu frægasta hljóðveri heims, eins og komið er inn á í kynningu en hljóðver Gabriels er staðsett í Wiltshire á Englandi.

Nýdönsk er gæðasveit mikil, ein sú allra besta sem við eigum ef við förum í heildstæðan samanburð á íslenskri dægurtónlist. Turnarnir tveir í framlínunni, Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson, ólíkir en samt sem einn og síðan þeir Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm, allir með sínar ómissandi rullur. Þetta er hljómsveit, samstillt, og tónlistin ber þess merki.

„Raunheimar“ opnar plötuna, hálfgildings titillag. Þetta er bjart og óskammfeilið popplag í millitakti, lag sem býður okkur velkomin og bandið grúvar af miklu fumleysi (öll spilamennska út í gegn er

...