Íslandsmeistarar Vals fóru illa með Stjörnuna þegar liðin mættust í 14. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Garðabænum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 40:24.
Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 26 stig, sex stigum fyrir ofan Fram í öðru sæti. Stjarnan er í fimmta sæti með tíu stig.
Staðan í hálfleik var 22:13. Valur skoraði auk þess fyrstu fimm mörk síðari hálfleiks og voru úrslitin því svo gott sem ráðin eftir rétt rúmlega 36 mínútna leik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór með himinskautum og skoraði 12 mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Val. Lovísa Thompson, Hildigunnur Einarsdóttir og Thea Imani Sturludóttir bættu við sex mörkum hver.
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals og varði 14 skot. Var hún með 41 prósent
...