Bíótekið er viðburður sem fram fer í Bíó Paradís á morgun, sunnudaginn 2. febrúar, en þar verða þrjár ólíkar kvikmyndir sýndar sem eiga það „eitt sameiginlegt að vera stórkostlegar og ætlaðar öllum sem hafa áhuga á kvikmyndalist“, að því er segir í tilkynningu. Tokyo Story, frá árinu 1953, er á dagskrá kl. 15 en þar segir frá eldri hjónum sem ferðast til Japans til að verja tíma með börnum sínum sem þar búa og kl. 17.35 er myndin The Plumber, frá árinu 1979, sýnd. Er þar á ferðinni áhrifarík spennumynd sem fléttar félagslega ádeilu saman við óhug og hræðslu. Að síðustu, eða kl. 19.10, er Mótmælandi Íslands sýnd en hún er frá árinu 2003 og fjallar um Helga Hóseasson.