Í efsta flokki stómótsins í Wijk aan Zee sem borið hefur nafn stáliðjufyrirtækisins Tata Steel frá árinu 2007 var þátttaka nýbakaðs heimsmeistara, Dommaraju Gukesh, sérstakt fagnaðarefni
Á sigurbraut Gukesh er að standa undir heimsmeistaratitlinum.
Á sigurbraut Gukesh er að standa undir heimsmeistaratitlinum.

Skák

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Í efsta flokki stómótsins í Wijk aan Zee sem borið hefur nafn stáliðjufyrirtækisins Tata Steel frá árinu 2007 var þátttaka nýbakaðs heimsmeistara, Dommaraju Gukesh, sérstakt fagnaðarefni. Hann fyllir í það skarð sem áttfaldur sigurvegari mótsins, Magnús Carlsen, skilur eftir. Gukesh var mættur til Hollands ásamt fjórum löndum sínum en í efsta flokki eru keppendur að venju 14 talsins. Fyrir lokasprettinn sem hófst í gær var Indverjinn einn efstur:

1. Gukesh 7½ v. (af 10) 2. Abdusattorov 7 v. 3. Praggnanandhaa 6½ v. 4. Fedoseev 6 v. 5.-6. Caruana og Wei 5½ v. 7.-8. Giri og Sarana 5 v. 9. Harikrishna 4½ v. 10.-11. Van Foreest og Keymer 4 v. 12. Warmerdam

...