Tindastóll hefur fengið til sín gríska landsliðsmanninn Dimitrios Agravanis fyrir lokasprett Íslandsmótsins í körfubolta. Bróðir hans, Giannis Agravanis, hefur leikið með Skagfirðingunum í allan vetur. Dimitrios kemur frá Neptunas Klaipeda í Litháen en hann hefur leikið lengi með gríska landsliðinu og spilaði m.a. gegn Íslandi á EM 2017. Hann er þrítugur framherji og hefur leikið með bestu liðum Grikklands og tvisvar orðið meistari með Olympiacos.