Michelle Monaghan er í hópi leikara sem ganga nú til liðs við The White Lotus.
Michelle Monaghan er í hópi leikara sem ganga nú til liðs við The White Lotus. — AFP/Michael Tran

Flakk The White Lotus er einhver eirðarlausasti myndaflokkur sem sögur fara af í sjónvarpi, en honum virðist fyrirmunað að halda sig á sama stað. Fyrst var hann á Hawaii, síðan á Sikiley og í þriðju seríunni, sem frumsýnd verður um miðjan febrúar, verðum við komin til Taílands. Sem fyrr er svo til öllum persónum skipt út og nýjar fengnar í staðinn í þessari svörtu kómedíu sem um leið inniheldur helling af drama og eitthvað af glæpum. Meðal leikenda nú eru Leslie Bibb, Parker Posey, Michelle Monaghan og Patrick Schwarzenegger.