Á tíunda áratug síðustu aldar flúðu margir hræðilegt stríð í Júgóslavíu og komu sumir þeirra alla leið til Íslands. Á þessum tíma starfaði blaðamaður sem ljósmyndari blaðsins og var sendur að taka á móti hópnum á Blönduósi í júní 1998 og festa atburðinn á filmu. Þar var vel tekið á móti þessum 23 manna hópi sem taldi konur, karla og börn. Verkefnið var bæði athyglisvert og gleðilegt, en það var eitt júníkvöld að við Sigríður B. Tómasdóttir blaðamaður hittum hópinn í félagsheimili bæjarins en fylgdum svo Popovic-fjölskyldunni á nýtt heimili þeirra á Mýrarbraut 16. Í fjölskyldunni voru faðirinn Zeljko, móðirin Radmila, sonurinn Bosko, átta ára, og dóttirin Nikolina, sex ára, sem hingað voru komin að flýja stríð og leita að betra lífi.
Móttökurnar voru afar góðar og vel undirbúnar, en hver fjölskylda fékk fullbúið húsnæði, auk stuðningsfjölskyldna. Þegar Popovic-börnin, Nikolina
...