Sjónvarpsaugnablik ársins 2024 var án nokkurs vafa viðtalið sem Telma Tómasson fréttamaður tók við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í beinni útsendingu á Stöð 2 vegna skæruverkfalla sem þá stóðu yfir
Hörð Telma Tómasson getur bitið frá sér.
Hörð Telma Tómasson getur bitið frá sér. — Morgunblaðið/Friðrik

Orri Páll Ormarsson

Sjónvarpsaugnablik ársins 2024 var án nokkurs vafa viðtalið sem Telma Tómasson fréttamaður tók við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í beinni útsendingu á Stöð 2 vegna skæruverkfalla sem þá stóðu yfir. Gjörningurinn minnti að vísu meira á þriðju gráðu yfirheyrslu en viðtal enda var Telmu, sem alla jafna er prúð og yfirveguð í settinu, gríðarlega heitt í hamsi og lék hún vægðarlausan sóknarleik gegn Magnúsi sem þó hélt kúlinu og varðist eins og hægt var við þessar óvæntu aðstæður. Gjörsamlega mergjað stöff og sjónvarpssögulegur viðburður.

Nú styttist aftur í verkföll kennara og þegar fyrsta frétt á Stöð 2 í vikunni var um málið og Telma í settinu veðraðist ég allur upp; nú hlyti Magnús að mæta í aðra lotu. Ég rauk því til, sótti legghlífarnar, pungbindið og plastgóminn til að vera við öllu búinn. Hjartað barðist í brjósti mér, eins og þegar allt er

...