Cauda Collective heldur tónleika í Hannesarholti 7. febrúar klukkan 20.15. Yfirskrift tónleikanna er Franskur febrúar. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Cauda Collective í Hannesarholti
Kammerveisla Þórdís Gerður Jónsdóttir og Sigrún Harðardóttir eru hluti af Cauda Collective.
Kammerveisla Þórdís Gerður Jónsdóttir og Sigrún Harðardóttir eru hluti af Cauda Collective. — Morgunblaðið/Eggert

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Cauda Collective heldur tónleika í Hannesarholti 7. febrúar klukkan 20.15. Yfirskrift tónleikanna er Franskur febrúar. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Cauda Collective í Hannesarholti. Að þessu sinni skipa Cauda Collective: Björk Níelsdóttir sópran, Sólveig Magnúsdóttir flauta, Jane Ade Sutarjo píanó, Sigrún Harðardóttir fiðla, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir selló.

„Við Þórdís stofnuðum Cauda Collective árið 2018 og við flytjum í grunninn sígilda tónlist og samtímatónlist. Þetta er hópur sem stækkar og minnkar eftir verkefnum og í fyrra voru flytjendur 25 talsins. Okkur langaði til að búa til vettvang þar sem við gætum spilað fjölbreytta tónlist og fengið tónskáld til að semja fyrir okkur. Við höfum

...