Kammeróperan, í samstarfi við Borgarleikhúsið, frumsýnir gamanóperuna Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í nýrri íslenskri leikgerð og þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar annað kvöld, sunnudaginn 2
Kammeróperan Oddur Arnþór leikur greifann og Jóna Kolbrún er Súsanna.
Kammeróperan Oddur Arnþór leikur greifann og Jóna Kolbrún er Súsanna. — Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Kammeróperan, í samstarfi við Borgarleikhúsið, frumsýnir gamanóperuna Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í nýrri íslenskri leikgerð og þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar annað kvöld, sunnudaginn 2. febrúar, klukkan 20 á Nýja sviðinu. Í þessari uppfærslu segir frá greifa og greifynju, ungu og upprennandi athafnafólki, sem hefur tekist hið ómögulega og byggt upp farsæla starfsemi í kringum vínrækt í Mosfellssveit. Þó reynist ekki allt sem sýnist í þeirri paradís og láta starfsmenn vínræktunarinnar óréttlæti og kynferðislega áreitni greifans ekki viðgangast og reyna að snúa á yfirmann sinn til að sýna honum í tvo heimana.

Stofnendur Kammeróperunnar, Eggert Reginn Kjartansson, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Kristín Sveinsdóttir og Unnsteinn Árnason, syngja öll

...