Einar Ingvi Magnússon
Um árabil hefur verið staðið fyrir stöðugum áróðri í sambandi við loftslagsvá af mannavöldum. Talað er um hamfarahlýnun vegna kolefnislosunar og þjóðir skattpíndar fyrir eitthvað sem kallast orðið kolefnisfótspor. Fólk er dregið á asnaeyrunum og því sagt að jöklar séu að bráðna, eins og það sé eitthvað nýtt í sögu jarðar. Jöklar hafa verið að bráðna í meira en tíu þúsund ár, eða frá síðasta ísaldarskeiði fyrir tólf þúsund árum. Alls konar pólitískar ákvarðanir hafa verið teknar til að draga úr ofhitnun jarðar af meintum mannavöldum. Það er illa séð að hita híbýli með viði og kolum og kannski líður að því að bannað verður að kveikja á kertum á jólum.
Dæmisaga
Í þessu sambandi kom mér í hug lítil dæmisaga. Segjum svo að við stæðum frammi fyrir kólnandi veðurfari og yfirvofandi ísöld. Það yrði
...