Spenna Sálfræðitryllirinn Surface féll í frjóa jörð þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 2022. Nú er von á seríu númer tvö og við fylgjumst áfram með Sophie Ellis (Gugu Mbatha-Raw) sem reynir að ná áttum eftir að hafa lifað af sjálfsvígstilraun. Hún man ekki hvers vegna hún reyndi að stytta sér aldur eða yfirhöfuð margt um líf sitt. Phil Dunster og Freida Pinto eru meðal leikenda. Nálgast má Surface á Apple TV+.