Bíó Paradís og Smárabíó Greifinn af Monte Cristo / Le Comte de Monte-Cristo ★★★★· Leikstjórn og handrit: Matthieu Delaporte og Alexandre de La Patellière, byggt á skáldsögu Alexandre Dumas eldri. Aðalleikarar: Pierre Niney, Bastien Bouillon, Anaïs Demoustier, Anamaria Vartolomei og Laurent Lafitte. Frakkland, 2024. 178 mín.
kvikmyndir
Helgi Snær
Sigurðsson
Ein dáðasta skáldsaga Frakka, Greifinn af Monte Cristo eftir Alexandre Dumas eldri (þeir voru nefnilega tveir), hefur margsinnis verið aðlöguð að sjónvarpsþátta- eða kvikmyndaforminu og skal engan undra. Í henni fléttast saman dramatísk örlagasaga, ástarsaga og spennusaga og höfðað er til þeirrar hliðar mannskepnunnar sem þykir jafnan ekki til fyrirmyndar, þ.e. að beita ofbeldi til að fá sitt fram. Sagan er líka ævintýraleg sem skýrir ekki síður vinsældir hennar, aðalpersónan dularfullur aðalsmaður – greifi – sem leikur tveimur skjöldum. Boðskapur sögunnar er gamalkunnur, að hefndin er í raun aldrei sæt og að réttara sé að láta æðri máttarvöld um hin maklegu málagjöld.
Slíkur fjöldi kvikmynda
...