Ég hef aldrei orðið jafn undrandi á ævinni og þegar ég frétti, að ég hefði unnið fyrstu verðlaun fyrir það, sem hér er kallað ljósmyndasaga.
Ragnheiður Þórhallsdóttir, eða Ransy Morr, á vettvangi. Myndavélin var aldrei langt undan.
Ragnheiður Þórhallsdóttir, eða Ransy Morr, á vettvangi. Myndavélin var aldrei langt undan.

Þegar Ragnheiður Þórhallsdóttir, eða Ransy Sandra Morr, eins og hún kallaði sig í Bandaríkjunum, féll frá árið 2007, birtist andlátsfregn í Daily Press, blaðinu sem hún starfaði hjá í hálfan fjórða áratug sem fréttaljósmyndari í borginni Newport News í Virginíu. Fram kom að hún hefði snert líf ófárra með ástríðu sinni fyrir ljósmyndun. Flestir sem þekktu hana fengu á einhverjum tímapunkti mynd sína birta í blaðinu. „Hún fangaði anda nærsamfélagsins og sumar af eftirminnilegustu ljósmyndum hennar prýða veggi Sjóminjasafnsins. Hún hlaut á löngum ferli fjölmargar viðurkenningar, hér um slóðir og erlendis, fyrir myndir sínar.“

Ljósmyndir eftir Ransy Morr birtust annað veifið í Morgunblaðinu og fleiri íslenskum blöðum og tengdust þá oftar en ekki einhverjum Íslandsviðburðum vestra. Hún var til dæmis á staðnum 1987 þegar stytta Leifs heppna Eiríkssonar, sem var í

...