Sebastian Bach er að reskjast.
Sebastian Bach er að reskjast. — AFP/Ethan Miller

Heilsa Sebastian Bach, sem frægastur er fyrir að hafa verið söngvari bandaríska málmbandsins Skid Row, upplýsir í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Come On Over að hann sé hættur að feykja flösu (það er heddbanga) á sviði. Líkaminn þoli það ekki lengur. Bach, sem er 56 ára og lætur fyrir sér fara á sviði, viðurkennir að hann gleymi sér oft í adrenalínrússinu á miðjum tónleikum og þá hverfi allir verkir, í hálsi, öxlum, baki, ökklum og öðrum pörtum líkamans, gjarnan eins og dögg fyrir sólu. Verra sé að koma niður af sviðinu, þá taki líkaminn hann rækilega í gegn fyrir níðingsskap og almenna flónsku og honum sé refsað svo dögum skiptir á eftir, ekki síst að næturlagi.