Maður tók bókstaflega eitt skref í einu og þurfti svo að ná andanum inni á milli. Þetta var mjög hæg uppganga og gangan tæknilega erfið. Að standa á toppnum var algjörlega magnað.
Himalajafjöllin svíkja engan. Soffía og Lukka fengu sól og blíðu alla daga ferðarinnar.
Himalajafjöllin svíkja engan. Soffía og Lukka fengu sól og blíðu alla daga ferðarinnar. — Ljósmyndir/Purnima Shrestha

Gamall æskudraumur, að ganga í Himalajafjöllunum, rættist hjá Soffíu S. Sigurgeirsdóttur þegar hún loksins lét verða af því í fyrra. Með henni í för var Lukka Pálsdóttir ásamt sérpa-fjallgöngukonum og innlendum burðarkonum, en eitt markmið ferðarinnar var að stuðla að jákvæðum breytingum og skapa fleiri tækifæri fyrir nepalskar konur í háfjallamennsku. Leiðangurinn, Climb for change, stendur fyrir söfnun til styrktar konum í Nepal og er enn hægt að leggja málefninu lið.

„Ég vildi finna leið til að efla nepalskar konur og bað svo Lukku að koma með,“ segir Soffía, en þess má geta að leiðsögukonurnar Pasang Lhamu Sherpa Akita, Purnima Shrestha, Pasang Doma Sherpa og Pasang Jangmu eru margreyndar í fjallamennskunni en sem dæmi þá hefur Purnima Shrestha klifið Everest fjórum sinnum og fór fyrst einstaklinga þrisvar upp á Everest á einni vertíð vorið 2024. Pasang

...