Þessa vikuna var ég að ljúka við að lesa bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur Í skugga trjánna sem ég eins og fleiri fékk í jólagjöf. Bókin er yndisleg aflestrar þrátt fyrir að hún fjalli um erfið viðfangsefni eins og aðdraganda tveggja hjónaskilnaða. Bókin er augljóslega sjálfsævisöguleg og ekki hægt annað en að dást að höfundi fyrir hvað hún gengur nálægt sjálfri sér þegar hún lýsir sambandi sínu við eiginmennina tvo.
Erlendar bækur sem ég hef lesið nýverið er m.a. Yellowface eftir R.F. Kuang. Sagan segir af ungri konu sem kemst yfir handrit vinkonu sinnar og gefur út undir eigin nafni. Vinkonan, sem hafði notið umtalsverðrar velgengni sem rithöfundur, deyr óvænt í upphafi sögunnar. Bókin slær í gegn og í kjölfarið fær aðalsöguhetjan viðurkenningu og upphefð í bókmenntaheiminum sem hana hafði lengi þráð. Um leið og söguhetjan lifir í stöðugum ótta um að upp um hana komist þarf hún að verjast gagnrýni fyrir
...