Það er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vilji til þess að skoða auðlindagjöld heildstætt, taka þá bara þessar auðlindir okkar og átta okkur á því með auðlindastefnu hvernig við getum tryggt eðlilegt, sanngjarnt, gagnsætt gjald fyrir nýtingu réttarins
Hanna Katrín Friðriksson er nýr ráðherra atvinnuveganna. Ráðuneytið er gríðarlega víðfeðmt. Hún er fyrst ráðherra nýrrar ríkisstjórnar til þess að mæta á vettvang Spursmála.
Hanna Katrín Friðriksson er nýr ráðherra atvinnuveganna. Ráðuneytið er gríðarlega víðfeðmt. Hún er fyrst ráðherra nýrrar ríkisstjórnar til þess að mæta á vettvang Spursmála.

Það má segja að við höfum á mjög stuttum tíma farið alla þá vegferð sem síðustu ríkisstjórnir hafa farið í því að reyna að ná tökum á þessu og afleiðingin af þeirri vegferð síðustu ár hefur verið svona tiltölulega brotakennd gjaldtaka hér og þar eins og þú þekkir.“

Þessum orðum bregst Hanna Katrín Friðriksson nýr atvinnuvegaráðherra við spurningu á vettvangi Spursmála um það hvernig ríkisstjórnin hyggist hrinda í framkvæmd fyrirætlunum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustunni. Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Segir hún að skoða þurfi möguleika í þessa veru heildstætt.

„Það er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vilji til þess að skoða auðlindagjöld heildstætt, taka þá bara þessar

...