Sýningin Vafningar með verk­um Helgu Pál­ínu Bryn­jólfs­dótt­ur og Sigur­jóns Ólafs­son­ar verður opnuð í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar í dag, laugar­dag­inn 1. febrúar, kl
Vafningar Á sýningunni eru verk eftir Helgu Pálínu og Sigurjón Ólafsson.
Vafningar Á sýningunni eru verk eftir Helgu Pálínu og Sigurjón Ólafsson.

Sýningin Vafningar með verk­um Helgu Pál­ínu Bryn­jólfs­dótt­ur og Sigur­jóns Ólafs­son­ar verður opnuð í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar í dag, laugar­dag­inn 1. febrúar, kl. 15. Í tilkynningu segir að verk Helgu Pálínu séu unn­in í ­mó­berg, tré og text­íl og ­einn­ig megi sjá ný og eldri bó­kverk ­henn­ar, silki­sjöl, hand­þrykkt og staf­rænt ­prent­uð þrykk­munst­ur. „Sýning þessi var sett upp í París á liðnu ári, und­ir nafn­inu Entrelacs, en er nú að­löguð að rým­inu í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar og sýnd með völd­um högg­mynd­um Sigurjóns.“ Helga Pálína út­skrif­að­ist úr textíl­deild UIAH, List­iðn­aðar­háskól­an­s í Hels­inki, og hafði áður lokið B.Ed.-prófi frá Kennara­háskóla Ís­lands. Sýningarstjóri er Svanborg Matthíasdóttir.