Sýningin Vafningar með verkum Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 15. Í tilkynningu segir að verk Helgu Pálínu séu unnin í móberg, tré og textíl og einnig megi sjá ný og eldri bókverk hennar, silkisjöl, handþrykkt og stafrænt prentuð þrykkmunstur. „Sýning þessi var sett upp í París á liðnu ári, undir nafninu Entrelacs, en er nú aðlöguð að rýminu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og sýnd með völdum höggmyndum Sigurjóns.“ Helga Pálína útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðarháskólans í Helsinki, og hafði áður lokið B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Sýningarstjóri er Svanborg Matthíasdóttir.