Hvað Trump verður búinn að kaupa mörg lönd í millitíðinni skal ósagt látið.
Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Okkar hressasti maður, Donald Trump, er aftur sestur í stól forseta Bandaríkjanna. Og svei mér ef hann ætlar ekki að verða ennþá hressari í þessari lotu en þeirri seinustu. Hann virðist í öllu falli ætla að láta hverja stund skipta máli, öfugt við forvera hans, sem virtist, alla vega þegar á leið, telja mínúturnar þangað til hann losnaði úr embættinu.
Nú vill Æðsti-Trumpur verða kóngur á Grænlandi, eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum. Kappinn lét raunar skína í þennan lífseiga draum sinn síðast þegar hann var við völd en þá eyddu menn því bara eins og hverri annarri vitleysu. „Nei, nei, Trumpur minn, menn kaupa ekki lönd í heilu lagi!“ Lögspekingar urðu allir hinir vandæðalegustu þegar málið
...