Von mín er sú að myndin hrindi af stað umræðum, vegna þess að þetta er mál sem fólk vill helst ekki ræða,“ segir keníska leikkonan Michelle Lemuya Ikeny í samtali við vef breska ríkisútvarpsins, BBC, en hún fer með aðalhlutverkið í…
Michelle Lemuya Ikeny í hlutverki Nawiar.
Michelle Lemuya Ikeny í hlutverki Nawiar. — Filmcrew

Von mín er sú að myndin hrindi af stað umræðum, vegna þess að þetta er mál sem fólk vill helst ekki ræða,“ segir keníska leikkonan Michelle Lemuya Ikeny í samtali við vef breska ríkisútvarpsins, BBC, en hún fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Nawi sem fjallar um viðkvæmt mál, barnungar stúlkur í Keníu sem giftar eru eldri mönnum.

Ikeny, sem er aðeins 15 ára, er hvergi bangin að tjá sig um málið enda þótt það gæti verið túlkað sem svik og henni jafnvel útskúfað í samfélaginu sem hún fæddist inn í og ólst upp í en það er í norðvesturhluta landsins.

Myndin gerist í Turkana, sveitahéraði nærri landamærunum að Úganda, en Sameinuðu þjóðirnar segja að ein af hverjum fjórum stúlkum þar um slóðir giftist fyrir 18 ára aldur enda þótt það sé bannað með lögum.

...