Ásta Björnsdóttir fæddist 5. júní 1934. Hún lést 23. desember 2024. Foreldrar hennar voru Sigríður G. Þorleifsdóttir, f. 8. maí 1909, d. 20.1. 2003 og Björn S. Jónsson, f. 29. mars 1915, d. 4. júní 1995.
Ásta átti fimm hálfsystkini samfeðra, en engin samskipti voru á milli þeirra.
Ásta ólst upp hjá móður sinni, fyrstu árin bjuggu þær á Undirfelli og Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Þegar Ásta var níu ára fluttu þær mæðgur til hjónanna Jóhanns Teitssonar og Ingibjargar Sigfúsdóttur á Refsteinsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar var Sigríður móðir Ástu vinnukona hjá þeim hjónum. Ásta passaði son hjónanna, Þóri Heiðmar, og ólust þau upp saman. Tókst með þeim mikil og ævilöng vinátta sem hélst þar til Þórir Heiðmar lést 9. febrúar 2010.
Ásta fermdist frá Þingeyrakirkju. Hún
...