Öflugur Vlatko Granic var með tvöfalda tvennu er hann skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir KR í góðum sigri á Keflavík í Vesturbæ í gærkvöldi.
Öflugur Vlatko Granic var með tvöfalda tvennu er hann skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir KR í góðum sigri á Keflavík í Vesturbæ í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Karítas

KR fékk Keflavík í heimsókn á Meistaravelli og vann sterkan sigur, 97:93, í 16. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi.

Með sigrinum fór KR upp úr níunda sæti í það fjórða þar sem liðið er með 16 stig líkt og Valur og Grindavík í sætunum tveimur fyrir neðan. Keflavík er í sjöunda sæti með 14 stig.

KR var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddi með 11 stigum, 59:48, að honum loknum. Eftir því sem leið á leikinn saxaði Keflavík á forskot KR, sem náði að halda út.

Linards Jaunzems var atkvæðamestur hjá KR með 29 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Vlatko Granic bætti við 24 stigum og 13 fráköstum.

Igor Maric var stigahæstur hjá Keflavík með 17 stig, sjö fráköst og fjóra stolna bolta. Remu Raitanen var með 15 stig og fimm fráköst.

Annar leikur, á milli Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn, átti einnig að fara fram í gærkvöldi í Ólafssal á Ásvöllum. Fresta þurfti honum vegna leka úr þaki niður á leikvöllinn. Fer leikurinn fram

...