Verðbólga Sú verðbólga sem enn mælist er erfið. Góð hjöðnun er samt í kortunum og líkur á að verðbólga verði undir vikmörkum í mars.
Verðbólga Sú verðbólga sem enn mælist er erfið. Góð hjöðnun er samt í kortunum og líkur á að verðbólga verði undir vikmörkum í mars. — Morgunblaðið/Eyþór

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku hefur gefið út nýja greiningu í kjölfar tilkynningar um verðbólgutölur fyrir janúar. Þar mældist ársverðbólgan 4,6% sem er -0,27% lækkun milli mánaða í janúar.

Í greiningu Hafsteins vísar hann til þess að það sé einkum óvænt lækkun húsnæðisliðarins ásamt lækkun flugfargjalda sem hafi áhrif. Vöruverð lækkaði mun minna en Kvika hafði búist við. Í greiningunni eru ýmis rök færð fyrir því að vaxandi tregða sé í þeirri verðbólgu sem eftir stendur, vísar sem dæmi til þess að árstaktur kjarnavísitölu 4, sem mælir verðbólgu án ýmissa sveiflukenndra liða, opinberra gjalda og reiknaðrar húsaleigu, hafi hækkað úr 3,2% í 3,4% frá fyrri mánuði. Verðbólga án húsnæðis hækkaði að sama skapi úr 2,8% í 3,0%.

Fram kemur að góð hjöðnun sé í kortunum samhliða því sem óvenjustórar hækkanir húsnæðisliðarins,

...