Manchester City og Real Madrid mætast í sannkölluðum stórleikjum í umspili Meistaradeildar karla í fótbolta en dregið var í gær og spilað verður 11. til 19. febrúar. Fyrri leikurinn fer fram á Englandi. Sigurliðið mætir síðan annaðhvort Atlético Madrid eða Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Einnig mætast Sporting – Dortmund, Club Brugge – Atalanta, Celtic – Bayern, Juventus – PSV, Feyenoord – AC Milan, Brest – PSG og Mónakó – Benfica.