Björgvin Björgvinsson fæddist 4. október 1943 í Reykjavík. Hann lést á Landakotsspítala 23. desember 2024.
Björgvin var kjörsonur afa síns og ömmu, Björgvins Friðrikssonar bakarameistara, f. 1901, d. 1989, og Mettu Bergsdóttur húsmóður, f. 1902, d. 1983. Dætur þeirra eru Þóra, f. 1928, d. 2016. Erla, f. 1930, Valdís, f. 1935, d. 2018, og Edda, f. 1. júní 1941.
Móðir Björgvins, Þóra Björgvinsdóttir, giftist Friðriki Jóhanni Stefánssyni, f. 1927, d. 2020.
Börn þeirra eru Kristinn Stefán, f. 1950, d. 1950, Erla, f. 1951, Valur, f. 1953, d. 2024, Örn, f. 1953, Metta Kristín, f. 1958, og Björgvin, f. 1961.
Árið 1974 giftist Björgvin Lindu Einarsdóttur, f. 1956. Þau skildu. Barn Björgvins og Lindu er Einar Már, f. 1974, rafmagnstæknifræðingur, maki
...