Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda þegar liðið gerði jafntefli við Heracles Almelo, 1:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Elías Már hefur verið óstöðvandi að undanförnu en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu sex deildarleikjum fyrir Breda, sem er í áttunda sæti deildarinnar. Elías Már lék allan leikinn fyrir Breda.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Gauti Guðmundsson, Jón Erik Sigurðsson, Sturla Snær Snorrason og Tobias Hansen taka öll þátt á HM í alpagreinum sem fer fram í Saalbach í Austurríki 4.-16. febrúar.
Knattspyrnumaðurinn Pétur Bjarnason leikur ekki með Vestra í Bestu deildinni á komandi tímabili. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Pétur ekki ráðgera að spila í sumar, að minnsta kosti væri
...