Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Álfur svaf alltaf uppi í hjá mér, á koddanum mínum, við vorum saman frá morgni til kvölds. Hann var fjölskyldumeðlimur sem hefur auðgað líf mitt að fegurð, dýpt og gleði,“ segir Draumey Aradóttir rithöfundur um Álf, hundinn sem hún kvaddi fyrir einu og hálfu ári eftir farsæla og nána sambúð til 13 ára. Nú hefur hún sent frá sér ljóðabókina Brimurð, þar sem lesanda er boðið í ljóðför um hugar- og tilfinningaheim hunds sem veit að hann á stutt eftir í þessari jarðvist.
„Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa. Ég sá viskuna úr augum hans þegar nær dró endalokunum, því fyrir dýrunum er eðlilegt að
...