Hjördís Alda Ólafsdóttir fæddist á Ísafirði 16. maí 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 17. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Ólafur Ágúst Halldórsson fiskimatsmaður, f. 1895, d. 1976, og Guðríður Brynjólfsdóttir, f. 1891, d. 1969. Bræður hennar voru Guðmundur Jóhann, f. 1917, d. 1925, Halldór Magnús, f. 1921, d. 2009, og Sverrir Ágúst, f. 1923, d. 1923.

Hjördís Alda sleit barnsskónum á Ísafirði. Hún giftist Guðmundi Skúlasyni 23. desember 1951 og eignuðust þau þrjú börn:

1) Guðríður Brynja, f. 21. ágúst 1952, maki hennar er Þorlákur Kjartansson, f. 19. desember 1952. Börn þeirra eru: Kristján Geir, f. 1974, Viðar, f. 1977, Bjarki, f. 1977, og Grétar Berg, f. 1982.

2) Ólafur Þór, f. 13. apríl 1956, fráskilinn, börn hans

...