Hólmfríður Gísladóttir fæddist 6. september 1935. Hún lést 23. janúar 2025.
Útför Hólmfríðar fór fram 31. janúar 2025.
Það er vor í Eyrarsveit, Kirkjufellið speglast í lygnum Grundarfirði. Grundarfossinn skartar sínu fegursta og sólin læðir birtu á Snæfellsnesfjallgarðinn. Þorpið í Grafarnesi er að lifna við og fólk komið til vinnu. Í túninu í Vindási stendur lítil stúlka og horfir yfir heiminn sinn, hún finnur fyrir ættjarðarást í brjóstinu sem mun fylgja henni út ævina.
Hún lifir margt, kynnist móðurmissi, fátækt, þvælingi og basli. Verður ástfangin, eignast börn og nærir þau með ást og umhyggju sem hún ekki fékk sjálf. Saga fólks verður henni hugleikin í stöðugri leit að uppruna þess og niðjum. Tilfinningum verða ekki gerð skil í orðum en lifa á skinninu og í minningabrotum hjá hverjum og
...