Páll Ólafsson orti fræga vísu um Arnljót Ólafsson:
Mér er um og ó um Ljót,
ég ætla hann vera dreng og þrjót,
Í honum er gull og grjót,
hann getur unnið mein — og bót.
Vísan gæti sem best átt við um Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseta. Hér skal ég nefna nokkur atriði, þar sem hann getur unnið bót:
1. Evrópuríkin eiga að greiða kostnað af eigin vörnum, ekki Bandaríkin.
2. Bandaríkin eiga ekki að flækjast inn í stríð þar sem þau hafa lítilla sem engra hagsmuna að gæta.
3. Vísa ber úr landi ólöglegum hælisleitendum sem framið hafa afbrot, jafnt á Íslandi og í
...