„Fólk sem er á svipuðum aldri og ég, um þrítugt, og hefur lesið verkið eða séð rennsli, það tengir mikið við þessar pælingar, sérstaklega pör. Verkið nær þá væntanlega að setja eitthvað í orð á sviði sem er kannski ekki komið mikið upp á yfirborðið
Viltu giftast mér Vilberg Andri Pálsson og Hólmfríður Hafliðadóttir í hlutverkum sínum í Skeljum.
Viltu giftast mér Vilberg Andri Pálsson og Hólmfríður Hafliðadóttir í hlutverkum sínum í Skeljum. — Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Fólk sem er á svipuðum aldri og ég, um þrítugt, og hefur lesið verkið eða séð rennsli, það tengir mikið við þessar pælingar, sérstaklega pör. Verkið nær þá væntanlega að setja eitthvað í orð á sviði sem er kannski ekki komið mikið upp á yfirborðið. Ég vona að verkið fái fólk til að hugsa um ýmislegt tengt viðfangsefni verksins sem liggur undir niðri hjá mörgum,“ segir Magnús Thorlacius, leikskáld og leikstjóri, en leikrit hans, Skeljar, verður frumflutt í Ásmundarsal í dag, laugardag. Leikritið segir hann vera beint úr íslenskum veruleika og fjalli um þau nútímaviðmið sem við gefum okkur um hjónabönd, trúlofanir, giftingar og sambúð. Magnús veltir í verkinu m.a. fyrir sér hvers vegna við byggjum samfélagið okkar á því að tvær manneskjur eigi að para sig saman og sverja sig saman gagnvart guði

...