Kjósendahópur hennar er ekki líklegur til að taka því vel ætli hún sér skyndilega að ofmetnast vegna ráðherrastöðu.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undanfarið átt erfiða daga og stundum brugðist verulega illa við spurningum fjölmiðlamanna.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undanfarið átt erfiða daga og stundum brugðist verulega illa við spurningum fjölmiðlamanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að nokkur áhætta fylgdi því að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Flokki fólksins. Málflutningur þess flokks hefur ekki beinlínis einkennst af skynsemi og rökhyggju heldur af upphrópunum og óraunsæjum loforðum sem duga verulega illa í ríkisstjórnarsamstarfi sem er ætlað að virka. Því er ekki laust við að í huga manns hafi við stjórnarmyndun orðið áleitin hugsunin um það hvort formönnum Samfylkingar og Viðreisnar tækist að hafa taumhald á hinni mjög svo yfirlýsingaglöðu Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Það hefur ekki tekist nægilega vel.

Það hefur verið leið venja Ingu, þegar hún er spurð krefjandi spurninga,

...