Eitt fórnarlambanna er Frederick Trump, tæplega fimmtugur innflytjandi frá Þýskalandi. Hann veikist hastarlega ... og deyr daginn eftir, alveg grunlaus um það að rúmum hundrað árum síðar verði sonarsonur hans umtalaðasti maður veraldar og eigi undir högg að sækja vegna veirufaraldurs í ætt við spænsku veikina.
Klambratún umvafið snjó.
Klambratún umvafið snjó. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Staðan í veraldarvafstrinu er fljót að breytast, og kollvarpast jafnvel í einu vetfangi. Dæmi þessa snúast mörg og jafnvel flest um þessar mundir um Donald Trump, þann sérkennilega töfrakarl. Það eru aðeins rúm fjögur ár síðan Trump tapaði naumlega bardaganum við Joe Biden og náði ekki endurkjöri þá. En Trump hafði óvænt lagt Hillary Clinton haustið 2016 og sú góða frú var ekki lengi að tilkynna Bandaríkjunum hvers vegna og hvernig það, sem átti ekki að geta gerst, gerði það. „Trump vann með svindli,“ sagði Hillary og slíkt átti ekki að geta gerst. Hillary Clinton reyndi að fá George W. Bush í lið með sér, sem hafði á sinni tíð setið sem forseti í átta ár, en í upphafi þess ferils hafði Bush yngri naumlega unnið varaforseta Bills Clintons, Al Gore, sem hafði í lok kjördags hringt til Bush og óskað honum innilega til hamingju með kosningasigurinn. Þannig er hefðbundið að ljúka hverju sinni „bardaganum mikla um Hvíta húsið“. Sá sem tapaði játaði þá

...