Hlauparinn fjölhæfi Baldvin Þór Magnússon byrjar nýtt ár með látum því hann bætti tvö Íslandsmet strax í janúarmánuði. Hann byrjaði á að bæta eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss um rúmar tvær sekúndur er hann kom í mark á 7:45,13 mínútum á móti í Sheffield á Englandi 19
Frjálsar
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Hlauparinn fjölhæfi Baldvin Þór Magnússon byrjar nýtt ár með látum því hann bætti tvö Íslandsmet strax í janúarmánuði. Hann byrjaði á að bæta eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss um rúmar tvær sekúndur er hann kom í mark á 7:45,13 mínútum á móti í Sheffield á Englandi 19. janúar.
Hann bætti svo eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi innanhúss í frjálsíþróttakeppninni á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll síðastliðið mánudagskvöld er hann kom í mark á 3:39,67 mínútum. Gamla metið hans var 3:41,05 sem hann setti í sömu keppni í sömu höll nákvæmlega ári áður.
„Þessi vika var mjög skemmtileg. Ég er mjög sáttur með tvö Íslandsmet og það er gott að ég sé enn að
...