Landsliðsmennirnir Orri Steinn Óskarsson og markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson geta mæst í umspili Evrópudeildarinnar í fótbolta. Lið þeirra, Real Sociedad og Midtjylland, drógust saman í gær. Elías hefur verið frá vegna meiðsla og óvíst hvort hann verði tilbúinn þegar leikirnir fara fram 13. og 20. febrúar. Sigurliðið í einvíginu mun mæta annaðhvort Manchester United eða Tottenham í sextán liða úrslitum keppninnar en þau sluppu við umspilið.