Vinnustofa listamannsins á síðustu öld og vinnustofa listamannsins í dag eru ólíkir staðir en samt verða til sömu undrin á þessum stöðum.
Vinnustofa Ásmundar er endursköpuð á sinn hátt og reynt er að fanga stemninguna sem þar ríkti.
Vinnustofa Ásmundar er endursköpuð á sinn hátt og reynt er að fanga stemninguna sem þar ríkti.

Sýningin Ásmundur Sveinsson: Undraland stendur nú yfir í Ásmundarsafni. Ásmundarsafn var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði og byggði en segja má að húsið sé einn hans stærsti skúlptúr. Árið 1940 þegar Ásmundur hóf vinnu við húsið stóð það í túnfæti býlis sem bar það ævintýralega bæjarheiti Undraland. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg hús sitt og verk eftir sinn dag og safn helgað minningu hans var stofnað þar árið 1983.

Sýningin í Ásmundarsafni er tvískipt. Annars vegar er um að ræða sýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar og hins vegar er þar vinnustofa starfandi listamanns.

Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri er sýningarstjóri þess hluta sýningarinnar sem snýr að verkum Ásmundar. „Á þeirri sýningu leitumst við við að endurskapa stemninguna á þeim tíma sem

...