Þórhallur J. Ásmundsson fæddist á Austari-Hóli í Flókadal í Skagafirði 23. febrúar 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 14. janúar 2025.

Foreldrar hans voru hjónin Ásmundur Frímannsson, fæddur á Steinhóli í Flókadal, og Ólöf Sveinbjörg Örnólfsdóttir frá Norðfirði. Fæðingardagur þeirra beggja var 20. júlí 1919. Systkini Þórhalls eru Frímann Arnar, f. 1942, Þórir Jón, f. 1947, Þórey, f. 1948, Guðrún Hjördís, f. 1951, Örnólfur, f. 1954, Kristinn Brynjar, f. 1955, og Jósef Smári, f. 1957.

Fyrri kona Þórhalls var Hólmfríður Hjaltadóttir, þau skildu. Saman áttu þau tvö börn: 1) Ásmundur, f. 22. júlí 1975, búsettur á Akureyri, kvæntist Hörpu Hafbergsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru Andrea Ýr, f. 2. febrúar 2001, og Eyþór Logi, f. 26. júlí 2005. 2) Ólöf Arna, f. 15. desember 1979, búsett á sambýlinu við Fellstún á

...