Leyfðu okkur að upplifa og finna að við erum umlukt kærleika þínum, sem bregst okkur aldrei.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Sigurbjörn Þorkelsson

Þótt yfir mig fenni og ég verði undir fargi vonbrigða og volæðis bið ég að kærleikur þinn, góði Jesú, mér bjargi. Í hjarta mínu brenni og fái um æðar mínar að flæða og hjörtun freðnu að bræða.

Því þótt í tilverunni frysti, fenni og skafi fáum við að lifa í þínu skjóli, því þú ætíð ert með okkur og vakir okkur yfir. Þú ert okkar vörður, vígi og skjöldur. Okkar eilífðar hnoss, ljómi og ljós.

Þess vegna biðjum við þig, vinurinn besti, að halda áfram að vaka okkur yfir og vernda. Lýstu okkur og leiddu og tak okkur þér í fang þegar við getum ekki meir. Því að í þinni fylgd og í þínum faðmi þurfum við ekkert að óttast, þótt yfir okkur þyrmi, við finnum til innilokunarkenndar, vera líkt og strá í vindi, vingull sem sveiflast og veit ekki hvað

...