![Kreml Leoníd var ekki sáttur við sína menn.](/myndir/gagnasafn/2025/02/03/ac1407f1-ceba-4c3a-8633-b6d31b54b132.jpg)
Kristján H. Johannessen
Árið er 1981 og kalda stríðið er við það að sjóða upp úr. Heimsbyggðin þráir stöðugleika og vissu en fær í staðinn áhöfnina á sovéska kafbátnum U-137, sem er af Whiskey-gerð árásarbáta, í fangið. Eða réttara sagt fengu Vesturlönd bátinn upp í skerjagarð undan Karlskrona í Svíþjóð. Og það vegna þess að skipherrann leyfði mönnum sínum að opna ófáar áfengisflöskur á kvöldvaktinni. Strandstaðurinn var vægast sagt óheppilegur; báturinn var ekki einungis innan lögsögu Svíþjóðar heldur fastur á bannsvæði um 15 km frá einni öflugustu flotastöð Svía. Allt virðist nú stefna í vopnuð átök.
„Svo virðist sem Rússar séu mögulega að hefja árás á Svíþjóð,“ sagði hershöfðingi sem færði Ronald Reagan Bandaríkjaforseta fréttirnar. „Veit kúrekinn fyrir vestan af þessu?“ voru
...