![Óbeislað Hallgrímur Árnason listamaður skapar stór og kraftmikil málverk en hann er menntaður í Vínarborg.](/myndir/gagnasafn/2025/02/03/1b6c64e0-981f-42ce-842e-3a8ea5b3cfc3.jpg)
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Hallgrímur Árnason myndlistarmaður opnaði á dögunum í Listvali sína aðra einkasýningu á Íslandi en hann er búsettur í Vínarborg. Hann hélt utan á sínum tíma til þess að læra arkitektúr og var nýútskrifaður sem vöruhönnuður þegar myndlistin knúði dyra.
„Ég hef verið tíu ár í Austurríki og flyt út til að læra arkitektúr. Ég færði mig svo yfir í vöruhönnun og kláraði BA-gráðu. Að námi loknu fann ég að mig langaði ekki að starfa við vöruhönnun. Mér fannst vanta meira frelsi og sá einhvern veginn ekki fyrir mér að starfa á hönnunarstofu og hanna fyrir aðra. Ég ætlaði því að læra skúlptúr og var kominn inn í mjög virtan skóla í Þýskalandi. Hluti af inntökuferlinu fólst í að mála og þá kolféll ég fyrir málverkinu. Ég afþakkaði því plássið í
...