Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness vann sannfærandi sigur á Víkingi, 5:1, í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöll í Grafarvoginum í gærkvöldi. Þar sem Garðabæjarliðið var gestalið á mótinu er Víkingur áfram…
![Egilshöll Birna Jóhannsdóttir úr Stjörnunni/Álftanesi sækir að marki Víkings í gærkvöldi. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er til varnar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/03/54b311bb-0505-4f45-b15e-11f5dc879ee7.jpg)
Egilshöll Birna Jóhannsdóttir úr Stjörnunni/Álftanesi sækir að marki Víkings í gærkvöldi. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er til varnar.
— Morgunblaðið/Hákon
Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness vann sannfærandi sigur á Víkingi, 5:1, í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöll í Grafarvoginum í gærkvöldi.
Þar sem Garðabæjarliðið var gestalið á mótinu er Víkingur áfram Reykjavíkurmeistari en Víkingsliðið vann Reykjavíkurmótið á síðasta ári með sigri á Fylki í úrslitaleik.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Voru hálfleikstölur 4:1 og Stjörnukonur óheppnar að mörkin hafi ekki verið fleiri, enda með mikla yfirburði.
Var staðan 1:1 þegar Stjarnan skoraði þrjú mörk á jafnmörgum mínútum í lok fyrri hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir og hin 15 ára gamla Fanney Lísa Jóhannesdóttir
...