Oft er það ekki blóð sem skiptir mestu máli þegar kemur að fjölskylduböndum, og það hefur sjaldan átt jafn vel við og hjá Randle-fjölskyldunni. Jake Randle tók hjartnæma ákvörðun um að bæta eftirnafni stjúpföður síns, Steve Sample, við sitt eigið…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/03/dbd1081b-41bd-47fd-bf48-88a3fb67f4db.jpg)
— Skjáskot/TikTok
Oft er það ekki blóð sem skiptir mestu máli þegar kemur að fjölskylduböndum, og það hefur sjaldan átt jafn vel við og hjá Randle-fjölskyldunni. Jake Randle tók hjartnæma ákvörðun um að bæta eftirnafni stjúpföður síns, Steve Sample, við sitt eigið til að heiðra hann fyrir ást hans og stuðning í gegnum árin. Í myndskeiði sem hefur vakið mikla athygli á TikTok sést Jake rétta Steve pappíra með nýja eftirnafninu sem afmælisgjöf. Steve, sem átti aldrei sín eigin börn, brast í grát af gleði og þakklæti. Nánar í jákvæðum fréttum á K100.is.