![Hættur Pétur Ingvarsson er ei lengur þjálfari Keflavíkur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/04/ebc16daa-f357-4223-a15f-002a65d08a98.jpg)
Hættur Pétur Ingvarsson er ei lengur þjálfari Keflavíkur.
— Ljósmynd/Kristinn Steinn
Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi en Pétur tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og gerði það að bikarmeistara. Gengi liðsins hefur þó verið slakt á tímabilinu en Keflavík er í níunda sæti með 14 stig eftir 16 leiki. Magnús Þór Gunnarsson mun stýra Keflavíkurliðinu í næsta leik liðsins gegn ÍR í úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudag.